mandag 21. mars 2011

Tveir gamlir stólar verða að loðnum kolli

Mig hefur alltaf fundist Fuzzy loðkollurinn eftir Sigurð Má Helgason alveg geggjaður. En hann kostar sitt svo ég ákvað að gera mína eigin útgáfu af honum, Fuzzy er annars hægt að fá meðal annars í Hrím á Akureyri http://hrim.is/products/4144-fuzzy

Ég keypti fyrst einn stól á 50 noskar krónur í Gjenbrukt butikken (búð sem selur notaða hluti) og ætlaði að saga af honum bakið til að búa til koll en afturfæturnir og framfæturnir voru ekki eins. Þá benti Elmar mér á að það hafi verið til annar eins stóll í búðinni og ef ég myndi kaupa hann gæti ég tekið þá í sundur og skrúfað framhlutana af þeim saman þannig að allir fæturnir væru eins. Mín útgáfa kom svona út.......

...........og myndirnar hér að neðan sýna hvernig ég fór að.

Hér eru stólarnir tveir og svo koddaverið sem ég átti og hafði keypt á afslætti í Europris fyrir löngu síðan

Búið að skrúfa allt í sundur

Framfæturnir skrúfaðir saman og svo bólstraði ég sessuna með koddaverinu. Elmar grunnaði stólinn fyrst hvítann fyrir mig með olíugrunni. En ég sá þá stax að ullin virkaði gul þegar kollurinn var orðin hvítur.Við áttum til svarta skipamálingu svo ég ákvað að mála kollinn svartann. Það var nóg að fara eina umferð og nú sómar kollurinn sér vel í stofunni.


                                                              Glansandi, mjúkur og töff.........

1 kommentar:

  1. Mjög flott hjá þér, gamall verður nýtt :)

    SvarSlett