mandag 7. mars 2011

Blúnduskápur-

Þegar við fluttum hingað inn var glerskápur sem stóð hér í stofunni. Það var svo lítið af mublum hérna að ég ákvað að nota hann en þar sem við áttum svo lítið að fallegum hlutum til að setja inn í hann, datt mér í hug að breyta honum smá.

Nú hefur skápurinn fengið pláss í eldhúsinu og er fullur af drasli sem enginn sér. Borðið, stólarnir, ljósaskermarnir og sparigrísirnir sem stelpurnar eiga eru frá Skeidar(http://skeidar.no/hovedsiden) Myndina á trönunum málaði ég í fyrra en hún er enn í vinnslu og ljósakrónan og gardínurnar sem eru reyndar gömul sængurver keypt ég í búð hér í Førde sem selur notuð húsgögn og fleira. Kaffið á borðinu er svo frá Brasílíu en við fengum það að gjöf frá vini okkar sem var að koma þaðan fyrir stuttu.
Ég tók af toppstykið og auðvitað voru penslarnir teknir upp en svo keypti ég vaxdúk sem lítur út eins og blúndudúkur og heftaði hann inn í skápinn og svo átti ég glerhöldur sem ég keypti í Fagmøbler(http://fagmobler.no/) og setti þær á.


3 kommentarer:

  1. Ó en gaman að þú sért komin með heimasíðu;) Ég elska að skoða allt það fína sem þú gerir Eyrún! ;)
    Knús frá Húsavík, Kata og Júlía Björg :)

    SvarSlett
  2. Vá! Skápurinn er geggjaður eftir breytingarnar!

    SvarSlett
  3. Selma Heimisdottir8. mars 2011 kl. 12:18

    hæhæ

    Langaði bara að kvitta fyrir komuna. Þetta er allt ótrúlega flott hjá þér og mér finnst skápurinn æði. Myndi sko alveg kaupa svona skáp útí búð ;) Á pottþétt eftir að koma hingað oft og skoða og fá smá innblástur. Kveðja frá danmörku

    Selma H.

    SvarSlett