søndag 6. mars 2011

Herbergið hjá Ronju og Alís- Ronja og Alís sitt rom

Ég er að vinna í að koma okkur fyrir hérna í húsinu og er það verkerfnið endalausa þar sem ég get alltaf breytt eitthvað og betrumbætt og finnst það ekki leiðinlegt. En herbergið sem elstu tvær dætur mínar deila má segja að sé tilbúið. Ég keypti nýlega hillu í antik búð hérna í Førde, fyrir þær en annað þarna inni höfum við fengið gefist eða var hér í húsinu þegar við komum. Það er skemmtileg áskorun að nota það sem til er en ekki kaupa allt nýtt svo ég blanda hér saman gömlu og nýju og hef keypt kassa, körfu og límmiða úr Ting (http://ting.no/) sem er búð hérna í miðbænum.
Ruggustólinn og skápurinn voru hér í húsinu, límmiðarnir og karfan eru úr ting, listaverkin eru svo eftir Ronju og Alís. Inniskórnir sem mér finnst gjeggjaðir eru úr þæfðri ull og voru gjöf frá vinkonu minni í Måløy.

Kojan er í láni frá einum í fótboltanum, körfurnar undir henni eru úr europris, koddar og lök úr KID (http://kid.no/)

Hillan er úr Antik búð hér í Førde og krítartaflan er úr europris og dótakassar eru úr Ting.

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar