søndag 6. mars 2011

Gamalt frá ömmu Gígju

Elsku amma mín hún Gígja er frá Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Mikið er þar af fallegum húsgögnum, myndum og öðrum hlutum en þeir skeyta flestir fallegt heimili Laufeyjar systur mömmu sem er nú bóndinn á Stórutjörnum og hjá ömmu Gígju sem býr þar einnig. En engu að síður eru gamlir gymsteinar inn á milli í geymslum, skemmum og háaloftum. Einn daginn fór ég í fjársjóðsleit og fann gamla kommóðu sem amma sagði mér að hún hefði notað hana undir barnafötin af mömmu og Laufeyju. Mér fannst það skemmtileg saga svo amma gaf mér kommóðuna svo ég tók hana með mér heim og gaf henni nýtt líf.
Amma með kommóðuna góðu

Ég límdi á hana skraut sem ég keypti í Föndru í Kópavogi, málaði hana hvíta, setti nýjar höldur úr Sirku.

                                          Passaði fínt í stofuna okkar á Íslandi

3 kommentarer:

  1. Hæ hæ! rosalega falleg kommóða hjá þér og reyndar bara allt sem ég hef séð hjá þér hér á síðunni:) Langar að forvitnast hvernig málningu þó notaðir á þessa kommóðu?

    SvarSlett
  2. Takk fyrir það! Ég grunna alltaf fyrst með olíugrunni og mála svo 2-3 umferðir eftir þörfum með olímálingu minnir að ég hafi notað 40% glans þarna. Það er hægt að kaupa plastmálingu til að nota á húsgögn sem er auðveldara þar sem maður þynnir með vatni í stað terpentínu og lyktar minna. En ég hef prufað það en þá er erfitt að ná t.d kaffiblettum af og svona sem er mjög svekkjandi ef maður er búin að leggja mikla vinnu í þetta. Svo ég mæli alltaf með olíumálingu og mála með lakkrúllu og lakkpensli ;0)til að fá fallega áferð ....
    Gangi þér vel ;0)
    Kveðja Eyrún Gígja

    SvarSlett
  3. Takk kærlega fyrir:)

    SvarSlett