tirsdag 13. desember 2011

Elska appelsínugulan!

Ég hef alltaf elskað appelsínugulan og hef svo smátt og smátt bætt við meiru inn á heimilið í þessum lit. Ég keypti málverk eftir Auði eftir að ég útskrifaðist úr Háskólanum fyrir gjafabréfin sem ég fékk þá og keypti mér svo appelsínugula kodda í sófan í stíl við myndina. Það nýjasta sem ég hef keypt er enn annar koddi fæ aldrei nóg af þeim. Sófinn er orðinn fullur af koddum svo þessi fær að sitja í græna stólnum mínum í stofunni. Þennan kodda keypti ég frá The Owl Factory og er hanaður og saumaður af Dagný- alveg gjeggjaður.



En það allra verðmætasta og fallegasta sem ég á í appelsínu gulu er gamli bollin sem amma Gígja gaf mér. Þegar amma var lítil var hún tekin í fóstur á næsta bæ Stórutjarnir til systkina sem bjuggu þar. Þá var henni gefinn þessi postulínsbolli með asískum myndum. Þessi bolli var algjört spari og mátti hún drekka úr honum tvisvar á ári jóladag og páksadag en ég kem aldrei til með að þora að drekka úr honum... enda orðin annþá meira spari með árunum.




Hérna sést í myndina, bollan og svo litlu bambana mína sem mér þykir líka voða vænt um en þá fékk ég frá Siggu Möttu systur afa míns. Hún átti mikið að glerstyttum sem voru raðaðar upp í gluggakistu hjá henni ég elskaði að leika með þær þegar ég var lítil. Svo þegar Sigga Matta og Diddi fluttu í minna hús og hún hafði ekki pláss fyrir þær gaf hún mér þær allar og voru bambarnir þar á meðal.


Kveðja Eyrún Gígja

Ný mynd úr myndlistaskólanum




Ég byrjaði á þessari mynd fyrir tveim árum þegar ég bjó í Kvalheim í Noregi. Þá var þetta útsýnið út um gluggan hjá mér eyjan heitir Klovingen. Ég náði ekki að klára myndina þar sem ég hafði aldei málað sjó áður og sama hvað ég reyndi þá var ég aldrei sátt. Ég tók hana með mér í sumar þegar við fluttum heim og hafði hana með mér í Myndlistaskólann hjá Erni Inga þar sem ég er einu sinni í viku. Hann benti mér á það sem vantaði og kom með tillögu að ég myndi mála öldu til að gera myndina meira krefjandi og læra meira á henni.
Ég er ánaægð með niðurstöðuna gaman að eiga mynd sem er minning frá æðislegum tíma okkar í Noregi og einhver friður sem er yfir myndinni sem ég er ánægð með.

Kveðja Eyún Gígja (EYJA) 

torsdag 1. september 2011

Herbergið hjá Ronju og Alísi hér heima- Ronja og Alís sitt rom på Island

Ronja og Alís elstu dætur mínar tvær þurfa að deila herbergi og getur það reynst ansi erfitt bæði fyrir þær og fyrir mig sem vill hafa allt í stíl og þarf að koma miklu meiru fyrir þarna inni en ég hef áhuga á. En þetta tóks nú þokkalega og er herbergið næstum því tilbúið það er bara spurning hvort við málum rúmið hennar Alísar en hún vill hafa það bleikt með glimmeri sem ég er ekki alveg að kaupa svo það hefur ekki náðst niðurstaða í því máli ;0) Þetta er gamla herbergið hennar Ronju og hef ég sýnt fyrir og eftir myndir hér áður undir blogginu: Á heimleið. En ég læt samt fylgja tvær fyrir myndir með svona að ganni.

Alísarhorn


Alís sefur í rúmi sem afi minn smíðaði handa mömmu minni,
 alveg ponsulítið og sætt

 Fatahornið


 Ronjuhron

Það komst bara fyrir miðju eininginn af hvíta skenknum hennar Ronju sem núna fær hlutverk sem náttborð og staður fyrir Lundby dúkku húsið þeirra systra. Tréð hafði ég málað á veggin eftir mynd sem er í dimmalimm bókinni. En núna settum við svo límmiða á það sem við vorum með úti í Noregi og tókum þá með og virkuðu þeir ennþá eftir ferðalgið



Þessa speigla keypti ég í Blómabúð Akureyrar, finnst þeir bara æði og myndirnar með nöfnunum fengu stelpurnar frá ömmu sinni og afa fyrir löngu síðann og fann ég þeim aldrei stað. Svo festi ég á þær borða og hengdi þær þarna með og finnst þetta spell passa ;o)


Ronjuhorn fyrir breytingar

Fatahornið fyrir breytingar



 Alísarhorn fyrir breytingar


Svo koma meiri myndir á næstu vikum

Kveðja Eyrún Gígja

Konfekt og könglar í viðtali í Vikunni










Fyrir þá sem ekki sáu blaðið og ekki eru á landinu, það á að vera hægt að tvíklikka á myndirnar til að gera þær stærri svo hægt sé að lesa textann...

Svo er allt að gerast í íbúðinni verið að hanna skrifborð sem afi Elmars ætlar að hjálpa honum að renna fót á og svo á ég eftir að mála veggi og skáp eftir það fara að detta inn fyrir og eftir myndir héðan ;0)

Þangað til næst
Eyrún Gígja





onsdag 3. august 2011

Blómabúð Akureyrar / På jobb

Síðan við komum heim á klakann hef ég verið að vinna í Blómabúð Akureyrar sem er æðisleg búð með fallegum hlutum og ilmandi blómum.

Um versló var rósasýning og kosning um fallegustu rósina. Ég ákvað að skella inn nokkrum myndum úr búðinni á síðuna af sýningunni, sigurveigaranum og nokkrum fallegum vörum sem prýða búðina.


Allar rósirnar eru ræktaðar á Íslandi, fólk fékk atkvæðaseðil og gaf þeirri rós atkvæði sem þeim þótti fallegust.


Dolce vita

Sigraði með yfirburðum en þessi rós hefur einmitt oftast unnið enda glæsileg


PIPP stellið flotta frá Hollandi


Þetta eru þrjú sett, blátt, bleikt og kakí en hægt er að blanda öllu saman og það ætla ég að gera,
 nú er það bara að drífa sig að gifta sig ;0)


Flottur spegill og fugl frá Home Art og blómapotturinn töff


Þetta stell er líka geggjað, er frá sömu framleiðendum og PIPP


Þessi stigvél eru bara æðisleg

Nú erum við Emmi á fullu að koma okkur fyrir í íbúðinni sem er vandasamt þar sem við eigum tvær búslóðir og fullt af börnum ;o) en það sér fyrir endan á þessu og koma bráðlega fyrir og eftir myndir. En íbúðinn var öll í 70 stíl þegar við keyptum  og er mikið búið að breytast síðan þá

Þangað til næst
kveðja
Eyrún Gígja

mandag 18. juli 2011

Lillesand


Áður en við fluttum heim á klakan fórum við í viku frí til suður Noregs þar sem við vorum í fallega bænum Lillesand rétt fyrir utan Kristiansand. Þar vorum við í æðislegu húsi rétt við ströndina, í bænum var tónlitahátið og nutum við dagana í botn auk þess sem við skemmtum okkur í Dýragarðinum auðvitað. Við Sirri Kit vinkona mín fórum í göngu um bæinn og tók ég þá nokkrar myndir.


jeg og Sirri Kit på tur

Við Sirri Kit í kvöld göngu


Vakkert
Væri til í að labba inn um þessa hurð á hverjum degi 


Svona blómapottar voru notaðir til að ekki væri hægt að keyra inn í göturnar í miðbænum ekkert smá krúttlegt og flott


Liten søt bank
Sætasti banki sem ég hef séð


so fint

Algjör draumur


Huset som vi hadde i Lillesand (Finn.no)
Húsið sem við leigðum í Lillesand


gamalt og vakkert hus med flotte detalier
Það var frá 1800 og eitthvað og var glæsilegt að innan sem og utan með mörgum fallegum smáatriðum


En dag i Lillesand centrum
Og í lokin ein stemmings mynd af liðinu á miðbæjarölti

Hlakka bara til að fara þangað einhverntímann aftur
Sumarkveðja
Eyrún Gígja


tirsdag 14. juni 2011

Garðstólarnir/ hagemøbler

Það er búið að rigna næstum hver dag frá því í miðjum maí en inn á milli koma góðir dagar yfir 20 stiga hiti og sól, yndislegt! Þá er bara að njóta veðursins og vera úti allan daginn. Í gær var einmitt svona dagur svo ég náði loksins að klára að mála garðbekkina mína sem ég var búin að búa til úr gömlu sófasetti. Elmar málaði svo einn sólbaðsstól sem kom líka flott út.......


Svona var sófinn upprunalega og var gjöf til okkar frá húsgagnabúð í Måløy og við kunnum ekki við að afþakka hana þrátt fyrir að þetta væri ekki alveg okkar stíll


Ég tók því sessurnar úr og sett spýtur úr garðinum í staðinn og notaði hann úti


Tveim árum seinna málaði ég loksins bekkin og hann orðin hinn fínasta garðbekkur


Við fengum líka þriggja sæta sófa sem fékk sömu meðferð og því komin stofa í garðinn



Þessi gamli stóll var orðin ansi veðraður, Elmar gaf honum nýtt líf með grænni málingu sem við áttum til og við erum hæstánægð með hann en erum að hugsa um að skipa um áklæði þegar rétta efnið finnst

Lygilega gott að liggja í þessum!




Í lokin er hér mynd af fuglahúsinu sem Elmar smíðaði með stelpunum í vetur og festi upp í tré, það komu "leigjendur" í það strax í vor og er nú fullt af lífi, tístandi ungar í hreiðri, svo sætt!


Sumarkveðjur
Eyrún Gígja




Gjenbrukt butikken

Nú styttist í að við flytjum heim á klakan og eins spennandi og það er þá er það magt hér í Norge sem ég á eftir að sakna. Í garðinum eru öll ávaxtatréin og runnarnir orðnir fullir af berum og ávöxtum sem bara eiga eftir að þroskast og erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að vera hér í ágúst og september en það var uppáhalds tíminn minn í garðinum í fyrra.

Annað er Gjenbrukt Butikken svona loppumarkaðs búð hérna í bænum sem er full af gömlum notuðum hlutum misfallegum en alltaf hægt að finna eitthvað, ég næ að kaupa eitthvað í hvert skiptið sem ég fer þangað inn. Afrakstur síðustu tveggja ferða minna þangað er á myndum með þessum póst.

Þessi stóll kostaði 150 kr. og var svona fallega grænn mér finnst hann algjört æði og ætla aldrei þessu vænt ekki að mála hann hvítan heldur hafa hann svona. Hér er hann í herberginu hjá Ronju og Alís en heima á Akureyri er spurning hvar hann passar, hugsa að ég noti hann sem skrifborðsstól


Í næstu ferð sá ég þessa uglu styttu á 15 kr ég gleymdi að taka mynd áður en ég byrjaði að spreyja þess vegna er hún pínu hvít í framan. Mig var lengi búið að langa í hvítan uglu kertastjaka sem ég sá í einu blaði og minnir að hafi verið frá Housdoktor. Þegar ég sá þessa datt mér í hug að spreyja hana hvíta og nota sem blómavasa. Mig vantaði neflilega blómavasa fyrir litlu blómvendina sem stelpurnar koma með úr garðinum, því mínar vasar eru allir svo stórir að ég hef alltaf þurft að setja blómvendina í glös. Það var því tekið upp spreyjið og spreyjað ugluna hvíta


Glæsileg og passar perfekt fyrir íllgresið og graslaukin úr garðinum

Blómin og illgresið úr garðinum geta verið fínasta punt og skemmtilegast er að nota ekki þessa tíbísku blómavasa hér eru tvær glerflöskur úr Europris og vatnskanna frá Krammerhuset í hlutverki blómavasa.

Blómakveðjur
Eyrún Gígja

søndag 1. mai 2011

Keypti píanó alveg óvart! / Piano på ein to tre

Eg har kjøpt et  piano fra 1880 fra Stabbur Fyr på 600 kr på Finn.no Det er rundt 400 kg og var i en kjeller  ikkje lett å få det hjem !!!!!

Já það er ekki gott að skilja konuna sína mikið eftir eina heima eins og Elmar komst að síðustu helgi. Ég sat hér heima eftir að hafa svæft trillurnar þrjár og kíkti á facebook þar hafði ég fengið ábendingu frá Kristjáni Breiðfjörð vinu mínum hérna í Førde að fram færi uppboð á netinu á píanói sem væri alveg í mínum stíl frá 1880 og var bara hérna í næsta bæ. Ég sló til og bauð í ganni í pianóið mér til mikillar undrunar fékk ég sms þar sem stóð að ég hefi verið með hæsta boð og mætti ná í það á morgun. Úpps var ekki alveg búin að hugsa svo langt !!!

Elmar og Kristján hentust næsta dag og ætluðu að skella því á kerru og henda því heim. Seljandinn hafði nú einhverjar áhyggjur að þeir kæmu bara tveir en við pældum ekkert í því og þeir renndu af stað. Píanóið reyndist svo vera milli 300 og 400 kg og niðri í kjallara á gömlu húsi ég var heima á meðan og hef sjaldan hikstað eins mikið :0)
 En þetta hafðist á endanum eftir að þeir hringdu í félaga Elmars og báðu hann að hjálpa svo brettu upp þeir upp ermar enda fílhraustir menn og þrusu þessu upp.

Píanóið er nú í bílskúrnum enda ekki vit í að drulsa því hingað inn þar sem við flytjum heim eftir 2 mánuði. Það er líka mjög gott þar sem stelpurnar elska að spila en þrátt fyrir að þær leggi sig allar fram  þá er árangurinn mjög misjafn svo ekki sé meira sagt.
En þótt píanóið sé í bílskúrnum var engin ástæða til að stilla ekki einhvejru upp og smella nokkrum myndum.

                      Glæsilegt og kjarakaup aðeins 600 noskar eða um 12.000 íslenkar krónur

                       Píanóið er alvöru antik og var í vitnaum á eyjunni Stabbur sem er fyrir utan Florø

 Kollurinn passar flott við píanóið en hann var ég búin að búa til áður úr tveimur gömlum stólum og er hægt að sjá hvenrig ég fór að í fyrri færslu.

Þessi gamla garðkanna var ég í bílskúrnum og hjörtun eru frá Surtla hönnun á Stórutjörnum

Garðáhöldin eru gömul og riðguð alveg eins og ég vil hafa það

Þessa stafi keypti ég í Krammerhuset og eru veljulega í stofugluggnaum
Þessi fulgahús voru hér utan á bílskúrnum og húsinu mér fannst þau svo flott að ég er með þau inni

Ég verð svo með tónleika í blokkaríbúðinni þegar heim verður komið ég kann reyndar bara Línu langsokk lagið, ég er viss um að nágrannarnir eiga eftir að vera himinlifandi að heyra það spilað aftur og aftur og aftur..