tirsdag 14. juni 2011

Garðstólarnir/ hagemøbler

Það er búið að rigna næstum hver dag frá því í miðjum maí en inn á milli koma góðir dagar yfir 20 stiga hiti og sól, yndislegt! Þá er bara að njóta veðursins og vera úti allan daginn. Í gær var einmitt svona dagur svo ég náði loksins að klára að mála garðbekkina mína sem ég var búin að búa til úr gömlu sófasetti. Elmar málaði svo einn sólbaðsstól sem kom líka flott út.......


Svona var sófinn upprunalega og var gjöf til okkar frá húsgagnabúð í Måløy og við kunnum ekki við að afþakka hana þrátt fyrir að þetta væri ekki alveg okkar stíll


Ég tók því sessurnar úr og sett spýtur úr garðinum í staðinn og notaði hann úti


Tveim árum seinna málaði ég loksins bekkin og hann orðin hinn fínasta garðbekkur


Við fengum líka þriggja sæta sófa sem fékk sömu meðferð og því komin stofa í garðinn



Þessi gamli stóll var orðin ansi veðraður, Elmar gaf honum nýtt líf með grænni málingu sem við áttum til og við erum hæstánægð með hann en erum að hugsa um að skipa um áklæði þegar rétta efnið finnst

Lygilega gott að liggja í þessum!




Í lokin er hér mynd af fuglahúsinu sem Elmar smíðaði með stelpunum í vetur og festi upp í tré, það komu "leigjendur" í það strax í vor og er nú fullt af lífi, tístandi ungar í hreiðri, svo sætt!


Sumarkveðjur
Eyrún Gígja




4 kommentarer:

  1. Rosalega flott hjá þér elskan! :)

    SvarSlett
  2. Ég þyrfti að fá þig í heimsókn í nokkra daga Eyrún. Finnst þetta allt svo fallegt og skemmtilegt hjá þér. Svo gaman að gefa gömlum hlutum nýtt líf en ég hef það ekki í mér sjálf. Þú ættir að gera út á þetta... ég myndi ráða þig :)
    Og þá veistu að ég fylgist spennt með síðunni þinni. Ótrúlega skemmtilegt:)
    Kær kveðja, Hanna (gamla bekkjarsystir á Húsavík)

    SvarSlett
  3. Takk fyrir það Hanna
    Gaman að heyra frá þér!
    Já stefnan er að vinna við þetta eða eitthvað þessu tengt í framtíðinni ætla að taka mér pásu frá líffræðinni og fara að vinna í blómabúð þegar ég flyt heim og svo í myndlistaskóla á kvöldin, hlakka mjög til!
    Ertu ekki eitthvað á Laugum alltaf líka? Hanna Sigrún sem var með okkur í skóla á Húsavík í gamla daga er að fara að kenna þar alrei að vita nema maður hitti á þig í ferðum mínum á Laugar ;0)
    Kv Eyrún Gígja

    SvarSlett
  4. Gott hjá þér.
    Ég bý fyrir sunnan en fyrir norður í fríum yfirleitt, jól,sumar, páksar o.s.frv. Já mamma sagði mér með Hönnu Sigrúnu, ótrúlega skemmtilegt. Allir glaðir að fá ungt fólk í sveitina :)

    SvarSlett