torsdag 1. september 2011

Herbergið hjá Ronju og Alísi hér heima- Ronja og Alís sitt rom på Island

Ronja og Alís elstu dætur mínar tvær þurfa að deila herbergi og getur það reynst ansi erfitt bæði fyrir þær og fyrir mig sem vill hafa allt í stíl og þarf að koma miklu meiru fyrir þarna inni en ég hef áhuga á. En þetta tóks nú þokkalega og er herbergið næstum því tilbúið það er bara spurning hvort við málum rúmið hennar Alísar en hún vill hafa það bleikt með glimmeri sem ég er ekki alveg að kaupa svo það hefur ekki náðst niðurstaða í því máli ;0) Þetta er gamla herbergið hennar Ronju og hef ég sýnt fyrir og eftir myndir hér áður undir blogginu: Á heimleið. En ég læt samt fylgja tvær fyrir myndir með svona að ganni.

Alísarhorn


Alís sefur í rúmi sem afi minn smíðaði handa mömmu minni,
 alveg ponsulítið og sætt

 Fatahornið


 Ronjuhron

Það komst bara fyrir miðju eininginn af hvíta skenknum hennar Ronju sem núna fær hlutverk sem náttborð og staður fyrir Lundby dúkku húsið þeirra systra. Tréð hafði ég málað á veggin eftir mynd sem er í dimmalimm bókinni. En núna settum við svo límmiða á það sem við vorum með úti í Noregi og tókum þá með og virkuðu þeir ennþá eftir ferðalgið



Þessa speigla keypti ég í Blómabúð Akureyrar, finnst þeir bara æði og myndirnar með nöfnunum fengu stelpurnar frá ömmu sinni og afa fyrir löngu síðann og fann ég þeim aldrei stað. Svo festi ég á þær borða og hengdi þær þarna með og finnst þetta spell passa ;o)


Ronjuhorn fyrir breytingar

Fatahornið fyrir breytingar



 Alísarhorn fyrir breytingar


Svo koma meiri myndir á næstu vikum

Kveðja Eyrún Gígja

Konfekt og könglar í viðtali í Vikunni










Fyrir þá sem ekki sáu blaðið og ekki eru á landinu, það á að vera hægt að tvíklikka á myndirnar til að gera þær stærri svo hægt sé að lesa textann...

Svo er allt að gerast í íbúðinni verið að hanna skrifborð sem afi Elmars ætlar að hjálpa honum að renna fót á og svo á ég eftir að mála veggi og skáp eftir það fara að detta inn fyrir og eftir myndir héðan ;0)

Þangað til næst
Eyrún Gígja