tirsdag 14. juni 2011

Garðstólarnir/ hagemøbler

Það er búið að rigna næstum hver dag frá því í miðjum maí en inn á milli koma góðir dagar yfir 20 stiga hiti og sól, yndislegt! Þá er bara að njóta veðursins og vera úti allan daginn. Í gær var einmitt svona dagur svo ég náði loksins að klára að mála garðbekkina mína sem ég var búin að búa til úr gömlu sófasetti. Elmar málaði svo einn sólbaðsstól sem kom líka flott út.......


Svona var sófinn upprunalega og var gjöf til okkar frá húsgagnabúð í Måløy og við kunnum ekki við að afþakka hana þrátt fyrir að þetta væri ekki alveg okkar stíll


Ég tók því sessurnar úr og sett spýtur úr garðinum í staðinn og notaði hann úti


Tveim árum seinna málaði ég loksins bekkin og hann orðin hinn fínasta garðbekkur


Við fengum líka þriggja sæta sófa sem fékk sömu meðferð og því komin stofa í garðinn



Þessi gamli stóll var orðin ansi veðraður, Elmar gaf honum nýtt líf með grænni málingu sem við áttum til og við erum hæstánægð með hann en erum að hugsa um að skipa um áklæði þegar rétta efnið finnst

Lygilega gott að liggja í þessum!




Í lokin er hér mynd af fuglahúsinu sem Elmar smíðaði með stelpunum í vetur og festi upp í tré, það komu "leigjendur" í það strax í vor og er nú fullt af lífi, tístandi ungar í hreiðri, svo sætt!


Sumarkveðjur
Eyrún Gígja




Gjenbrukt butikken

Nú styttist í að við flytjum heim á klakan og eins spennandi og það er þá er það magt hér í Norge sem ég á eftir að sakna. Í garðinum eru öll ávaxtatréin og runnarnir orðnir fullir af berum og ávöxtum sem bara eiga eftir að þroskast og erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að vera hér í ágúst og september en það var uppáhalds tíminn minn í garðinum í fyrra.

Annað er Gjenbrukt Butikken svona loppumarkaðs búð hérna í bænum sem er full af gömlum notuðum hlutum misfallegum en alltaf hægt að finna eitthvað, ég næ að kaupa eitthvað í hvert skiptið sem ég fer þangað inn. Afrakstur síðustu tveggja ferða minna þangað er á myndum með þessum póst.

Þessi stóll kostaði 150 kr. og var svona fallega grænn mér finnst hann algjört æði og ætla aldrei þessu vænt ekki að mála hann hvítan heldur hafa hann svona. Hér er hann í herberginu hjá Ronju og Alís en heima á Akureyri er spurning hvar hann passar, hugsa að ég noti hann sem skrifborðsstól


Í næstu ferð sá ég þessa uglu styttu á 15 kr ég gleymdi að taka mynd áður en ég byrjaði að spreyja þess vegna er hún pínu hvít í framan. Mig var lengi búið að langa í hvítan uglu kertastjaka sem ég sá í einu blaði og minnir að hafi verið frá Housdoktor. Þegar ég sá þessa datt mér í hug að spreyja hana hvíta og nota sem blómavasa. Mig vantaði neflilega blómavasa fyrir litlu blómvendina sem stelpurnar koma með úr garðinum, því mínar vasar eru allir svo stórir að ég hef alltaf þurft að setja blómvendina í glös. Það var því tekið upp spreyjið og spreyjað ugluna hvíta


Glæsileg og passar perfekt fyrir íllgresið og graslaukin úr garðinum

Blómin og illgresið úr garðinum geta verið fínasta punt og skemmtilegast er að nota ekki þessa tíbísku blómavasa hér eru tvær glerflöskur úr Europris og vatnskanna frá Krammerhuset í hlutverki blómavasa.

Blómakveðjur
Eyrún Gígja