fredag 4. mars 2011

Konfekt og könglar

Loksins kom ég mér af stað í að blogga, mig hefur lengi langað til að hafa síðu þar sem ég get deilt því sem ég er að brasa hérna heima og geta pælt í hinu og þessu varðandi hönnun og huggulegheit ef svo má að orði komast. Eitt af míum helstu áhugamálum er að punta og prýða heimilið mitt, skemmtilegast finnst mér að finna eitthvað gamal og ódýrt eða jafnvel alveg ókeypis og gera út því eitthvað sniðugt og gagnlegt fyrir heimilið.

Eins og er bý ég í Noregi þar sem við fjölskyldan leigum hús sem takmarkar vissulega möguleika manns til að pússa og bæta en þangað til draumurinn um mitt eigið hús rætist þá vinnur maður með það sem maður hefur.

Stílinn sem ég laðast mest að er svona mitt á milli þess að vera klassísk rómantík og shabby chic. Innblásturinn fæ ég frá hinum ýmsu hönnunarblöðum og bókum og eru þá VAKRE hjem og interiør, Bolig pluss, Bolig Drøm, Rom 1 2 3 og Bo Bedre efst á lista. Auk þess sem þættir eins og The home show og Disign Star á BBC Lifestyle eru í miklu uppáhaldi.

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar