søndag 6. mars 2011

Hreiðurgerð

Þegar við komum hingað fyrir rúmu ári síðan var svefnherbergið okkar eitt það fyrsta sem mig langaði til að breyta. Það var blátt með borða skreyttum öndum og gæsum allan hringinn.
Ekki akkurat draumaherbergið en þá var bara að taka upp penslana og leggja teppi á gólfin, ég var fyrst mótfallin því að setja teppi á gólfin og vildi bara pússa upp góflið og lakka en vegna þess hversu mikill gólfkuldi er í húsinu var okkur ráðlagt að setja teppi og í vetur þegar það var mínus 20 úti sá ég ekki eftir því. Þegar við fluttum hingað var ég ólétt og svefherbergið var gert alveg klárt á áttunda mánuði meðgöngunnar þegar hreiðurgerðin var í hámarki!


Mun bjartara með nýju rúmi frá Skeidar(http://skeidar.no/hovedsiden) rúmteppi og koddar, gardínur og himnasæng eru frá Princess (http://www.princessbutikken.no/index.ep), barnarúmið fengum við gefins frá nágrönum vinnufélaga Elmars sem ætluðu að henda því, stólinn, lampaskermar og skinnið eru líka frá Skeidar. Vegglamparnir voru í herberginu en voru gullitaðir svo ég spreyjaði þá hvíta.


Þessi náttborð voru í kjallaranum

Það voru 6 svona ljós hér í húsinu sem fengu öll smá hvíta upplyftingu
Náttborðin orðin hvít og fengu ný höldu úr Biltema(http://www.biltema.no/no/) og ljósin sóma sér vel

Þessi kommóða var hér í húsinu og var lútuð fura, hún var máluð, svo voru hillufestingarnar og hillan keypt í Bíltema fyrir nokkar krónur. Kertasjakarnir eru úr Plantasia og blómakertavasarnir úr kremmerhuset (http://kremmerhuset.no/)


Nú hefur hillar hennar Sigynar tekið smá breytingum, litla bibílan, bangsinn og vísnabókin voru gjafir til hennar og svo er skírnarkertið fallega þarna með.... 

Hér sefur yngsta skottan hún Sigyn, vængirnir eru úr Ting (http://ting.no/)
Þessu skiptiborði ætlaði vinnufélagi Elmars að henda en við tókum það eins og allt annað drasl sem við hirðum og Ronja hjálpaði mér að taka klæðninguna af
Svo bólstraði ég það með vaxdúk frá rúmfó og setti körfu úr rúmfó líka undir bleyjur og baðið undir er notað sem geymsla fyrir allskonar barnadót sem fylgir þessum bleyjustandi

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar