søndag 9. juni 2013

Átti alltaf eftir að setja inn myndir af breytingunum sem við gerðum 2006-2008 af baðinu og eldhúsinu!!

Þegar við keyptum íbúðina okkar hér í Tjarnarlundinum var upprunalegt bað og eldhús... Við tókum íbúðina algjörlega í gegn, gólf, loft, rafmagn, allar innréttingar, tókum niður veggbút, færðum hurðargat og gerðum vegg í forstofuna. Þegar ég segi VIÐ þá meina ég aðallega Elmar en ég var samt dugleg að pússa og mála .....


Við settum þennan vegg (sem sést á myndunum) í forstofuna, við ákváðum að hafa efri hlutann úr gleri til að fá birtu inn í forstofuna. Þetta gerir íbúðina bjarta og opna ......

 
Við settum  innréttingu frá KVIK, háglans hvít innrétting nema einn skápur svartur. Flísarnar eru svo hvítar með gráum glans.

 
Hér tókum við hluta af veggnum til að stækka borðkrókin. Nú getum við komið fyrir borðstofuborði í staðin fyrir litið eldhúsborð. Við fengum gamla borðstofuborðið og stólana sem foreldrar mínir áttu. Á veggnum er fyrsta málverkið sem ég gerði í myndlistaskóla Arnars Inga.



Hér koma svo ein mynd af forstofunni og tvær myndir af eldhúsinu eins og það var þegar við keyptum íbúðina.





                                                         Smart eða hvað?

 
Hér sérst hvernig hurðaropið var inn í þvottahús áður en við breyttum því
 
 
 
Svo er það baðið.....
 
 
Það var skemmtilega spennandi fyrir breytingar....

 
Herbergið hennar Sigynar í dag.
 
 
Herbergið var notað sem hjónaherbergi hjá fyrri eigendum

 
 
 
 
Svo stefni ég að því að vera duglegri að setja inn á síðuna þegar við verðum komin í stærra hús sem er allt í vinnslu og vonandi með aðstöðu í bílskúrnum til að brasa og búa til hluti.
Og vonandi tíma og aðstöðu til að mála myndir aftur .....
 
 
Þangað til næst EGK