lørdag 16. april 2011

Á heimleið - På vei hjem

Nu skal vi flytta til Island igjen i sommar. Vi gleder os veldig men kjem til med å savne alle her i Norge. Vi har leilighet på Akueyri som vi har pusset up (2006-2007). Men nu er familien større og vi har fleire møbler so det blir spennande å komme hjem og få allt til å passe.... og virke for oss. På denne posten har eg set bilder av Ronja sitt rom på Akureyri.

Þá fer að syttast í annan endan á noregsdvöl okkar fjölskyldunnar, við ætluðum bara að vera eitt ár en höfum verið tvö og sjáum ekki eftir einni míútu hérna úti. Þetta hefur verið frábær tími, við höfum lært svo margt kynnst svo mörgum og ekki minnst lært nýtt tungumál. Þó við eigum pottþétt eftir að sakna Noregs þá hlökkum við mjög til að koma heim. Þar eigum við íbúð sem við gerðum upp 2006-2007. En síðan þá hefur fjölskyldan stækkað og búslóðin líka. Það verður því spennandi að koma heim og fá allt til að passa saman og virka fyrir okkur sem 5 manna fjölskyldu. Síðustu tvö ár hér í Noregi höfum við búið í tveim einbýlishúsum og á því eftir að vera erfitt að fara aftur í rúmlega 100 fm blokkaríbúð en Elmar er að fara í skóla svo við ætlum að nýta það ár til að skoða hús og fara svo í að gera upp gamalt hús vonandi 2012. Þetta verða spennandi tímar og hlakka ég mjög til að gera upp heilt hús.

Ég ákvað að láta gamlar myndir af herberginu hennar Ronju á Íslandi  fylgja með þessum póst

Rúmið er antikrúm sem við erum með í láni og skápinn keypti ég af Þóru vinkonu og setti á hann tréhjörtu og nýjar höldur. Myndirnar á veggnum eru eftir Sunnu Hreiðarsdóttir

Tréð er úr Dimmalimm bókinni og málaði ég það á vegginn. Blómið á gólfinu er úr húsgögnin heim.

Þennan skenk gerði ég upp og er mynd af honum fyrir breytingar hér að neðan.

Útsýnið út um gluggan er ekki amarlegt en þarna sat Ronja og fylgsist með pabba sínum á fótboltaæfingum

Svona fór ég að....

                                                  Herbergið var blátt og með gömlum dúk

Svo var þessi fataskápur í herberginu sem var full stór fyrir 3 ára barn. Svo hann var látinn fjúka.

Það var því málað, Ronja fékk að hjálpa til. Einn veggur var málaður bleikur og restin hvít

Elmar lagði svo parket og var askur fyrir valinu lifandi og skemmtilegt parket. Ronja að leika á meðan í prinsessu búningnum sínum alveg tíbíst.


Þennan skenk áttu tengdó og ætluðu að henda honum enda barn síns tíma. Ég get náttlega ekki hent mublum svo ég ákvað að nota neðri hlutan og mála og búa til skenk handa Ronju minni.

Ég notaði hvíta olíumálingu keypti skraut í Föndru í Kóparvogi og skeinkurinn passaði frábærlega inn í prinsessuherbergi og gullnu höldin sem voru á honum gera hann enn ævintýralegri og stelpulegri. Auk þess sem skenkurinn er í frábærri hæð til að leika við.

Svona álímt skraut er sniðugt til að gera mubluna eldir og sérstakari

Keypti þenna spegil í rúmfó og málaði bleikan enda getur ekkert ekta prinsessuherbergi verið án spegils

                                                            spegill spegill hermd þú mér
                                               Skrifborðið var ódýrt eldhúsborð úr IKEA
Tréð málaði ég á veggin með því að fá lánaðann myndvarpa og daga upp mynd af tré sem var í bókinni um dimmalimm á glæru. Ég keypti svo litla prufudós af brúnum og keypti þessi trégjörtu í Garðheimum. Ég málaði þau bleik með afgangsmálingunni frá því einn veggurinn var málaður bleikur og límdi á veggin með trélími.

Þessa stafi setti ég svo á rúmið og mig minnir að ég hafi keypt þá í AB búðinni og málað hvíta.

Koddarnir eru úr rúmfó og lambið var jólagjöf. Flotta rúmteppið er saumað af Sígríði sem vinnur með mömmu minni í Landsbanaknum á Ak. En efnið í það er fengið í rúmfó og var mjög ódýrt.

Litla skottan var að æfa dans og búningurinn var svo fallegur að ég ákvað að hengja hann upp.

Hlakka til að koma til baka á klakan og þá verða fleiri myndir af íbúðinni heima sýndar

Hafið það gott um páskana!