fredag 25. mars 2011

Borðstofan/Spiseplassen

Þegar við fluttum hingað var borðstofusett og hornskápur í eldhúsinu sem við máttum nota og fengum leyfi til að mála. Við máluðum allt hvítt og svo bólstraði ég stólana með svörtu vaxefni. Ég leitaði lengi að skáp til að hafa þarna með og fór margar ferðir í antikbúðina en fannst skáparnir svo dýrir að ég tímdi ekki að kaupa mér skáp. Svo í einni af ófáu ferðum mínum í gjenbrukt butikken sem selur notuð húsgögn sá ég skáp ódýran og flottan. Auðvitað var hann þá frátekin, ég stóð þarna í smá stund og var að svekkja mig á að hafa ekki komið aðeins fyrr í búðina þegar maður labbar framhjá mér tekur frátekið miðan af skápnum og segist vera hættur við. Þetta var nú bara ment to be svo ég keypti skápinn um leið. Síðan þá hef ég keypt ýmsa fallega smáhluti bæði í gjenbrukt butikken og annarstaðar auk þess sem ég fann smá í garðinum og svona.
                                                            Loksins er borðstofan klár!!!


Svona fór ég að ....

Þarna sérst hornskápurinn og borðstofusettið

Betri mynd af borðinu og stólunum en Elmar málaði þá svo fyrir mig þar sem ég var ólétt og kanski ekki skynsamlegt að vera að brasa of mikið með olíumálingu þá!

Neðri hlutinn af skápnum

Efri hlutinn af skápnum búið að taka hurðarnar af og tilbúin í sprautun. En Elmar skrautaði skápinn með nýju sprautugræjunni sinni.

Skápurinn var pússaður, svo var ein umferð með olíugrunni og svo þrjár umferðir með olíumálingu með 40% glans. Ég ætla svo að bora göt í lyklagötin og setja hnúða en þeir sem ég vill helst fá voru búnir í búðinni svo nú er það bara að bíða og skella inn mynd seinna af skápnum þegar hnúðarnir verða komnir

Græni skápurinn orðin hvítur og nýr hnúður úr gleri. Dallarnir í hillunni voru hér í bílskúrnum voru koparlitaðir en ég speyjaði þá með ´hvítu spreyji
Efsta hillan, kjertastjakar úr gjenbrukt butikken og kostuðu 5 og sumir 10 kr.rugguhesturinn og húsið úr Bohus stafurinn er svo frá Skeidar

Miðhillan, karfa með kjertum

Neðsta hillan meiri kjerti...

Kökuboð kjertastjakinn er úr notuðu búðinni og kostaði 70 kr, alveg gjeggjaður, glasamottuna bjó Elmar til

Þessi skál var hérna út í garði, fyllti hana af könglum úr garðinum

Marsipan, súkkulaði og jarðaber klikkar ekki!

Þarna eru glasamotturnar sem Elmar bjó til með því að saga niður trékubb

Þá er næst á dagskrá að bjóða í matarboð !!!!



mandag 21. mars 2011

Tveir gamlir stólar verða að loðnum kolli

Mig hefur alltaf fundist Fuzzy loðkollurinn eftir Sigurð Má Helgason alveg geggjaður. En hann kostar sitt svo ég ákvað að gera mína eigin útgáfu af honum, Fuzzy er annars hægt að fá meðal annars í Hrím á Akureyri http://hrim.is/products/4144-fuzzy

Ég keypti fyrst einn stól á 50 noskar krónur í Gjenbrukt butikken (búð sem selur notaða hluti) og ætlaði að saga af honum bakið til að búa til koll en afturfæturnir og framfæturnir voru ekki eins. Þá benti Elmar mér á að það hafi verið til annar eins stóll í búðinni og ef ég myndi kaupa hann gæti ég tekið þá í sundur og skrúfað framhlutana af þeim saman þannig að allir fæturnir væru eins. Mín útgáfa kom svona út.......

...........og myndirnar hér að neðan sýna hvernig ég fór að.

Hér eru stólarnir tveir og svo koddaverið sem ég átti og hafði keypt á afslætti í Europris fyrir löngu síðan

Búið að skrúfa allt í sundur

Framfæturnir skrúfaðir saman og svo bólstraði ég sessuna með koddaverinu. Elmar grunnaði stólinn fyrst hvítann fyrir mig með olíugrunni. En ég sá þá stax að ullin virkaði gul þegar kollurinn var orðin hvítur.Við áttum til svarta skipamálingu svo ég ákvað að mála kollinn svartann. Það var nóg að fara eina umferð og nú sómar kollurinn sér vel í stofunni.


                                                              Glansandi, mjúkur og töff.........

torsdag 17. mars 2011

Breytingar á IKEA húsgögnnum / forandring av IKEA møbler

Eftir að ég opnaði bloggið hef ég fengið margar fyrirspurnir og ábendingar á innhólfið mitt á facebook. Ég skal vera duglegri að lýsa betur hvernig maður málar og gerir hlutina fyrir þá sem ætla að nýta sér hugmyndirnar. Ég fekk alveg frábærann link sendan frá Önnu Guðrúnu vinkonu minni sem er heimasíða IKEA hackers(http://www.ikeahackers.net/) fólk sem tekur IKEA húsgögn og breytir þeim eða gefur þeim nýtt hlutverk. Eins og tildæmis að nota kommóðu eða náttborð sem borð undir vaskin inn á baði.  Þarna eru margar sniðugar hugmyndir og ákvað ég að tala um þetta hér þar sem ég hef mikið heyrt af því að erfitt sé að kaupa notuð og gömul húsgöng heima á  íslandi sérstaklega á Akureyri. Það er þá sniðgut að panta sér ódýr húsgöng í IKEA og gera eitthvað sniðugt.
Þetta gerði ég einmitt þegar við vorum að gera upp íbúðina okkar á Akureyri. Þá tók ég þessa skóhillu frá IKEA. Pússaði hana, grunnaði og málaði með svartri olíumálingu. Svo fór ég í rúmfó og keypti svart gervileður og barnadýnu fyrir rimlarúm. Svo fór ég í Vogue og keypti tölur sem hægt er að klæða með efni í þessu tilviki svörtu gervileðri. Boraði göt á efstu plötuna, skar barnadýnuna niður í rétta stærð og lagði á plötuna. Bólstraði svo plötuna og dýnuna með svarta leðrinu,  þæddi svo sterkan þráð í gegnum götin og festi í tölurnar og dróg svo niður og festi undir plötunni. Útkoman er svona .....
Þetta passaði mun betur inn í forstofuna okkar auk þess sem það var algjör snilld að sitja á bekknum og klæða stelpurnar í fötin......


Svo keypti ég á sama tíma skrifborð og notaði það inn á baði undir vaskinn þetta skrifborð keypti ég reyndar í Frúinni í Hamborg en alveg örugglega hægt að kaupa svipað, einfalt, lítið skrifborð í IKEA
Ég pússaði borðið, grunnaði með olíugrunni sem er mjög mikilvægt þegar maður er með dökkar mublur svo það komi ekki dökkar slikjur í gegnum hvítu málinguna. Svo lakkaði ég það með hvítri olíumálingu. Næst sagaði Elmar fyrir mig af skúffunni og í bakplötunni fyrir blöndunartækin.
Ekki besta mynd í heimi en sú eina sem ég fann þar sem flakkarinn okkar fauk einn daginn í gólfin og allar flottu myndirnar af íbúðinni okkar heima glötuðust... en borðið kemur vel út inn á baðherberginu

tirsdag 15. mars 2011

Krítarmáling/tavlemaling

Ég var búin að leita lengi að krítartöflu sem var bara venjuleg í hvítum ramma, en það voru alltaf einhverjir stafir á þeim eða skraut sem ég var ekki hrifinn af. Ég gafst þá upp á leitinni og keypti krítarmálingu og málaði hvítann ramma sem ég átti, svo fannst Elmari gráupplagt að mála rennihurðina í eldhúsinu þar sem hún var nú ekki beint húsprýði og við vorum búin að fá leyfi til að mála hurðarnar í húsinu en Elmar er að sprauta nokkrar í sprautuklefanum í kjallarnaum.
        Rennihurðin sem skilur að eldhúsog borðstofu/stofu

  Myndarammin sem ég átti, minnir að hann sé úr Europris
Tók einga stund að mála þetta, vasarnir þarna við hliðna eru heimilisbókhaldið áður en það er fært í möppu fékkst í Ting og er algjör snilld.
                                                    Be yourself everybody else is taken
   Málaði bara glerið í rammanum, málinginn festist vel og ég loksins komin með krítartöflu eins og ég var búin að vera að leita af svo lengi.........     
           Strax komin í notku, Alís að læra að skrifa nafnið sitt.............

onsdag 9. mars 2011

"Sérstaka" sófasettið - Stoler og sofa

Þegar við fluttum til Noregs tókum við ekkert með okkur það sem þetta átti jú bara að vera eins árs ævintýri. Normenn eru mjög hjálpsamir og allir vildu gefa og lána okkur eitthvað til að hjálpa okkur að koma okkur fyrir í litla húsinu okkar í Kvalheim. Við tókum við öllu með glöðu geði og þegar við vorum spurð hort við vildum fá gefins sófasett þá þáðum við það alveg um leið án þess einu sinni að sjá það. En þegar settið mætti í hús varð ég orðlaus ég hélt að sófarnir sem við vorum með fyrir sem voru í húsinu hefðu verið slæmir!! Ég sagði ekki neitt vildi ekki vera ókurteis og þakkaði bara pent fyrir. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti ákvað ég að breyta sofunum sem ég vildi alls ekki hafa inni hjá mér í garðstóla. Ég reif úr pullurnar og setti veðraðar viðarplötur í staðinn sem voru í skemmunni fyrir utan húsið. Þetta kom bara vel út og hafa sófarnir algjörlega staðið fyrir sínu í grillpartýjum og á góðum sólardögum.




Ég á ekki mynd af öllu settinu þar sem mig langaði ekki beint að mynda það í bak og fyrir en hér er mynd af einum tvegggja sæta sófanum.

 þriggjasæta sófinn hefur fengið pláss í stofunni hann hefur sloppið við hvítu hendina enn sem komið er en það verður ekki lengi.......

Stólana tvo keypti ég í gjenbrukt butikken, ég hef haft augastað á þeim lengi en þeir voru svo dýrir enda eldgamlir og algjör antik. En í dag voru þeir á tilboði ef maður keypti þá báða saman, mér fannst bókstaflega eins og væri verið að gjefa mér þá svo ég hugsaði mig ekki tvisvar um. Áklæðið á þeim er illa farið svo þeir fá upplyftingu á næstunni. Stóra hvíta kjertastjakann og gefiblómið með kúlunni fann ég líka í þessari sömu búð á nokkrar krónur auk fleiri kjertastaka sem þarf aðeins að breyta og bæta .....

Ég passaði að taka ekki verðmiðann af en hann er límdur þarna á stólbakið svona til að sanna það fyrir Elmari að þetta hafi verið kjarakaup .... næstum því gefins.... tilboð skiluru....bara varð!!!!

mandag 7. mars 2011

Að lýsa upp skammdeigið -Lys i mørket

Hér í húsinu er lítið um loftljós sem er mjög algengt í gömlum húsum í Noregi, í svartasta skammdeiginu í vetur var orðið ansi dimmt í sofunni. Það var þá farið á súfana í leit af standlömpum, ég komst fljótt að því að þeir kosta augun úr allt frá 30.00-60.000 ísl kr. eitthvað sem ég tímdi enganveginn. Ég fór því í gjenbrukt búðina sem selur notaða hluti og fann þar einn standlampa og tvo borðlampa og kostuðu þeir bara nokkrar krónu. Svo fór ég upp á loft hérna í húsinu og fann einn standlampa í viðbót.

Báðir standlamparnir hafa fengið stað í húsinu  og einnig brúni borðlampinn en sá fjórði er enn í vinnlsu
Gulllitaði lampinn varð hvítur og svo keypi ég skerm í Skeidar, blaðarekkinn er stigi sem ég fann í bílskúrnum, skápinn fengum við gefins frá vinum okkar og kransinn gerði ég úr könglum úr garðinum.
Þessi fékk svartan skerm úr skeidar eftir margar tilraunir til að gera eitthvað sniðugt við lampaskerminn sem var á lampanum. Þær tilraunir eur í pásu en ég hef ekki gefist upp....ennþá allavega. Sófinn og stóllinn sem eru á myndinni voru hér í húsinu þegar við fluttum inn.
Loks fékk borðlampinn pláss í gluggakistunni og slapp við hvíta spreybrúsan. Tréð náði ég í út í garð og skellti í þessa körfu frá europris.

Þessi æðislegu hjörtu sem eru úr pappír með áprentuðum bænum og eru svo fyllt með ull eru gjöf frá Laufeyju systur mömmu og Arneyju dóttur hennar en stelpurnar mínar fengu hver sitt hjarta um jólin. Luktirnar eru ú kremmerhuset(http://kremmerhuset.no/)
Þessi gjeggaði blómapottur var hér í garðinum veðurbarinn og glæsilegur

Hér í lokin er svo mynd af lömpunum fyrir breytingar......


Blúnduskápur-

Þegar við fluttum hingað inn var glerskápur sem stóð hér í stofunni. Það var svo lítið af mublum hérna að ég ákvað að nota hann en þar sem við áttum svo lítið að fallegum hlutum til að setja inn í hann, datt mér í hug að breyta honum smá.

Nú hefur skápurinn fengið pláss í eldhúsinu og er fullur af drasli sem enginn sér. Borðið, stólarnir, ljósaskermarnir og sparigrísirnir sem stelpurnar eiga eru frá Skeidar(http://skeidar.no/hovedsiden) Myndina á trönunum málaði ég í fyrra en hún er enn í vinnslu og ljósakrónan og gardínurnar sem eru reyndar gömul sængurver keypt ég í búð hér í Førde sem selur notuð húsgögn og fleira. Kaffið á borðinu er svo frá Brasílíu en við fengum það að gjöf frá vini okkar sem var að koma þaðan fyrir stuttu.
Ég tók af toppstykið og auðvitað voru penslarnir teknir upp en svo keypti ég vaxdúk sem lítur út eins og blúndudúkur og heftaði hann inn í skápinn og svo átti ég glerhöldur sem ég keypti í Fagmøbler(http://fagmobler.no/) og setti þær á.


søndag 6. mars 2011

Gamalt frá ömmu Gígju

Elsku amma mín hún Gígja er frá Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Mikið er þar af fallegum húsgögnum, myndum og öðrum hlutum en þeir skeyta flestir fallegt heimili Laufeyjar systur mömmu sem er nú bóndinn á Stórutjörnum og hjá ömmu Gígju sem býr þar einnig. En engu að síður eru gamlir gymsteinar inn á milli í geymslum, skemmum og háaloftum. Einn daginn fór ég í fjársjóðsleit og fann gamla kommóðu sem amma sagði mér að hún hefði notað hana undir barnafötin af mömmu og Laufeyju. Mér fannst það skemmtileg saga svo amma gaf mér kommóðuna svo ég tók hana með mér heim og gaf henni nýtt líf.
Amma með kommóðuna góðu

Ég límdi á hana skraut sem ég keypti í Föndru í Kópavogi, málaði hana hvíta, setti nýjar höldur úr Sirku.

                                          Passaði fínt í stofuna okkar á Íslandi

Hreiðurgerð

Þegar við komum hingað fyrir rúmu ári síðan var svefnherbergið okkar eitt það fyrsta sem mig langaði til að breyta. Það var blátt með borða skreyttum öndum og gæsum allan hringinn.
Ekki akkurat draumaherbergið en þá var bara að taka upp penslana og leggja teppi á gólfin, ég var fyrst mótfallin því að setja teppi á gólfin og vildi bara pússa upp góflið og lakka en vegna þess hversu mikill gólfkuldi er í húsinu var okkur ráðlagt að setja teppi og í vetur þegar það var mínus 20 úti sá ég ekki eftir því. Þegar við fluttum hingað var ég ólétt og svefherbergið var gert alveg klárt á áttunda mánuði meðgöngunnar þegar hreiðurgerðin var í hámarki!


Mun bjartara með nýju rúmi frá Skeidar(http://skeidar.no/hovedsiden) rúmteppi og koddar, gardínur og himnasæng eru frá Princess (http://www.princessbutikken.no/index.ep), barnarúmið fengum við gefins frá nágrönum vinnufélaga Elmars sem ætluðu að henda því, stólinn, lampaskermar og skinnið eru líka frá Skeidar. Vegglamparnir voru í herberginu en voru gullitaðir svo ég spreyjaði þá hvíta.


Þessi náttborð voru í kjallaranum

Það voru 6 svona ljós hér í húsinu sem fengu öll smá hvíta upplyftingu
Náttborðin orðin hvít og fengu ný höldu úr Biltema(http://www.biltema.no/no/) og ljósin sóma sér vel

Þessi kommóða var hér í húsinu og var lútuð fura, hún var máluð, svo voru hillufestingarnar og hillan keypt í Bíltema fyrir nokkar krónur. Kertasjakarnir eru úr Plantasia og blómakertavasarnir úr kremmerhuset (http://kremmerhuset.no/)


Nú hefur hillar hennar Sigynar tekið smá breytingum, litla bibílan, bangsinn og vísnabókin voru gjafir til hennar og svo er skírnarkertið fallega þarna með.... 

Hér sefur yngsta skottan hún Sigyn, vængirnir eru úr Ting (http://ting.no/)
Þessu skiptiborði ætlaði vinnufélagi Elmars að henda en við tókum það eins og allt annað drasl sem við hirðum og Ronja hjálpaði mér að taka klæðninguna af
Svo bólstraði ég það með vaxdúk frá rúmfó og setti körfu úr rúmfó líka undir bleyjur og baðið undir er notað sem geymsla fyrir allskonar barnadót sem fylgir þessum bleyjustandi