torsdag 17. mars 2011

Breytingar á IKEA húsgögnnum / forandring av IKEA møbler

Eftir að ég opnaði bloggið hef ég fengið margar fyrirspurnir og ábendingar á innhólfið mitt á facebook. Ég skal vera duglegri að lýsa betur hvernig maður málar og gerir hlutina fyrir þá sem ætla að nýta sér hugmyndirnar. Ég fekk alveg frábærann link sendan frá Önnu Guðrúnu vinkonu minni sem er heimasíða IKEA hackers(http://www.ikeahackers.net/) fólk sem tekur IKEA húsgögn og breytir þeim eða gefur þeim nýtt hlutverk. Eins og tildæmis að nota kommóðu eða náttborð sem borð undir vaskin inn á baði.  Þarna eru margar sniðugar hugmyndir og ákvað ég að tala um þetta hér þar sem ég hef mikið heyrt af því að erfitt sé að kaupa notuð og gömul húsgöng heima á  íslandi sérstaklega á Akureyri. Það er þá sniðgut að panta sér ódýr húsgöng í IKEA og gera eitthvað sniðugt.
Þetta gerði ég einmitt þegar við vorum að gera upp íbúðina okkar á Akureyri. Þá tók ég þessa skóhillu frá IKEA. Pússaði hana, grunnaði og málaði með svartri olíumálingu. Svo fór ég í rúmfó og keypti svart gervileður og barnadýnu fyrir rimlarúm. Svo fór ég í Vogue og keypti tölur sem hægt er að klæða með efni í þessu tilviki svörtu gervileðri. Boraði göt á efstu plötuna, skar barnadýnuna niður í rétta stærð og lagði á plötuna. Bólstraði svo plötuna og dýnuna með svarta leðrinu,  þæddi svo sterkan þráð í gegnum götin og festi í tölurnar og dróg svo niður og festi undir plötunni. Útkoman er svona .....
Þetta passaði mun betur inn í forstofuna okkar auk þess sem það var algjör snilld að sitja á bekknum og klæða stelpurnar í fötin......


Svo keypti ég á sama tíma skrifborð og notaði það inn á baði undir vaskinn þetta skrifborð keypti ég reyndar í Frúinni í Hamborg en alveg örugglega hægt að kaupa svipað, einfalt, lítið skrifborð í IKEA
Ég pússaði borðið, grunnaði með olíugrunni sem er mjög mikilvægt þegar maður er með dökkar mublur svo það komi ekki dökkar slikjur í gegnum hvítu málinguna. Svo lakkaði ég það með hvítri olíumálingu. Næst sagaði Elmar fyrir mig af skúffunni og í bakplötunni fyrir blöndunartækin.
Ekki besta mynd í heimi en sú eina sem ég fann þar sem flakkarinn okkar fauk einn daginn í gólfin og allar flottu myndirnar af íbúðinni okkar heima glötuðust... en borðið kemur vel út inn á baðherberginu

1 kommentar: