mandag 7. mars 2011

Að lýsa upp skammdeigið -Lys i mørket

Hér í húsinu er lítið um loftljós sem er mjög algengt í gömlum húsum í Noregi, í svartasta skammdeiginu í vetur var orðið ansi dimmt í sofunni. Það var þá farið á súfana í leit af standlömpum, ég komst fljótt að því að þeir kosta augun úr allt frá 30.00-60.000 ísl kr. eitthvað sem ég tímdi enganveginn. Ég fór því í gjenbrukt búðina sem selur notaða hluti og fann þar einn standlampa og tvo borðlampa og kostuðu þeir bara nokkrar krónu. Svo fór ég upp á loft hérna í húsinu og fann einn standlampa í viðbót.

Báðir standlamparnir hafa fengið stað í húsinu  og einnig brúni borðlampinn en sá fjórði er enn í vinnlsu
Gulllitaði lampinn varð hvítur og svo keypi ég skerm í Skeidar, blaðarekkinn er stigi sem ég fann í bílskúrnum, skápinn fengum við gefins frá vinum okkar og kransinn gerði ég úr könglum úr garðinum.
Þessi fékk svartan skerm úr skeidar eftir margar tilraunir til að gera eitthvað sniðugt við lampaskerminn sem var á lampanum. Þær tilraunir eur í pásu en ég hef ekki gefist upp....ennþá allavega. Sófinn og stóllinn sem eru á myndinni voru hér í húsinu þegar við fluttum inn.
Loks fékk borðlampinn pláss í gluggakistunni og slapp við hvíta spreybrúsan. Tréð náði ég í út í garð og skellti í þessa körfu frá europris.

Þessi æðislegu hjörtu sem eru úr pappír með áprentuðum bænum og eru svo fyllt með ull eru gjöf frá Laufeyju systur mömmu og Arneyju dóttur hennar en stelpurnar mínar fengu hver sitt hjarta um jólin. Luktirnar eru ú kremmerhuset(http://kremmerhuset.no/)
Þessi gjeggaði blómapottur var hér í garðinum veðurbarinn og glæsilegur

Hér í lokin er svo mynd af lömpunum fyrir breytingar......


2 kommentarer:

  1. Þú ert náttulega bara snillingur Eyrún!
    Knús frá Svíþjóð:*

    SvarSlett
  2. vá þetta er hrikalega flott :D
    mun klárlega fylgjast með.. alveg magnað ;)

    kv. Unnur Erlings

    SvarSlett