onsdag 3. august 2011

Blómabúð Akureyrar / På jobb

Síðan við komum heim á klakann hef ég verið að vinna í Blómabúð Akureyrar sem er æðisleg búð með fallegum hlutum og ilmandi blómum.

Um versló var rósasýning og kosning um fallegustu rósina. Ég ákvað að skella inn nokkrum myndum úr búðinni á síðuna af sýningunni, sigurveigaranum og nokkrum fallegum vörum sem prýða búðina.


Allar rósirnar eru ræktaðar á Íslandi, fólk fékk atkvæðaseðil og gaf þeirri rós atkvæði sem þeim þótti fallegust.


Dolce vita

Sigraði með yfirburðum en þessi rós hefur einmitt oftast unnið enda glæsileg


PIPP stellið flotta frá Hollandi


Þetta eru þrjú sett, blátt, bleikt og kakí en hægt er að blanda öllu saman og það ætla ég að gera,
 nú er það bara að drífa sig að gifta sig ;0)


Flottur spegill og fugl frá Home Art og blómapotturinn töff


Þetta stell er líka geggjað, er frá sömu framleiðendum og PIPP


Þessi stigvél eru bara æðisleg

Nú erum við Emmi á fullu að koma okkur fyrir í íbúðinni sem er vandasamt þar sem við eigum tvær búslóðir og fullt af börnum ;o) en það sér fyrir endan á þessu og koma bráðlega fyrir og eftir myndir. En íbúðinn var öll í 70 stíl þegar við keyptum  og er mikið búið að breytast síðan þá

Þangað til næst
kveðja
Eyrún Gígja