torsdag 10. oktober 2013

Nýja Húsið !

Komin í nýja húsið og fyrstu atrenu við að gera húsið að OKKAR er lokið. Það er þó mikið eftir enn aðallega í húsgagnakaupum, garðvinnu, pallagerð og minniháttar smáviðgerðum.

Við fluttum hingað mánaðarmótin ágúst-september en þá var Elmar úti á Filippseyjum þar sem hann starfar sem vélstjóri hjá Jarðborunum. Við mægður vorum fluttum því einar með hjálp fjölskyldu og vina. Þegar Elmar kom heim fluttum við svo aftur út og bjuggum hjá tengdó í 2 vikur á meðan Elmar og Bubbi pússuðu parketið og við ásamt fjölskyldum okkar og vinum máluðum allt húsið að innan á mettíma.

   Hér sérst þegar byrjað er að pússa parketið en það var mjög illa farið, með nokkrum djúpum skemmdum.



 Hér er svo parketið eftur að búið var að pússa það 3 svar sinnum og olúbera með grárri olíu. Síðan var  lakkað yfir með glæru lakki, ekki er búið að því á þessari mynd. Hér eru listarnir heldur ekki komnir og ekki búið að mála. Við pússuðum listana sem voru og Elmar lakkaði þá með hvítu skipalakki.


Hér sérst eldhúsið fyrir breytngar en það var ekki gert neitt við það annað en að pússa parkeið þar, mála og svo taka eina hillusamstæðu sem var þar inni og gerði ekkert nema safna drasli. Hér verður svo tekið til hendinni í næstu atrenu. Þá stenur til að setja nýjar hurðar og kaupa nýja eyju og barstóla. Einnig er plön um að setja borðplötu frá stóraskápnum og út að vegg þar sem stelpurnar geta stið á barstólum og gert heimanámið. Ég er búin að pannta House doctor ljós í Sirku og alls konar fínt sem á eftir að koma vel út. 



Hér sérst hillan sem var tekin


Hérna er svo hillan farin, komið stærra eldhúsborð sem á reyndar eftir að pússa upp og breyta. 



Næst sérst svo inn í stofu fyrir breytingar


Stofan eftir breytingar svona til BRÁÐABIRGÐA meðan við leitum af hinum fullkomna stofusófa


Mamma lánaði mér tvo gamla stóla sem hún fékk frá Stórutjörnum á sínum tíma og lét yfirdekkja. Það er farið að sjá dálítið á þeim en ég ælta að skoða hvort ég finni ekki einhvert efni til að þrífa þá. Svo eru þetta bara eldhússtólarnir sem ég átti frá því við vorum í Norge


Þarna í hornið kemur svo píanóið góða þegar ég er búin að lakka það aftur en á meðan er gamli Fljóðustóll sem ég fékk fyrir ferminguna mína og lét yfirdekka.... fallegur á þessum stað. Svo verða auðvitað settar upp myndir í stofuna, gardínur, ný ljós, gólflampi og eitthvað fleira þegar líða tekur á veturinn ;0)


Mestu breytingarnar voru hinsvegar á baðinu en það var líklega það "sísta" sem var hér í húsinu þegar við komum. Ég var með alskonar hugmyndir hvernig ég myndi breyta því en þegar fyrri eigandi hennti óvart flísunum sem til voru (eins og þær sem eru á baðinu) fóru þau plön í vaskinn!! En þá eru góð ráð dýr, við lögðum upp með að eyða sem allra minnst í baðið þar sem stendur til að breyta því einhverntímann seinna. Við nýttum því bara skipalakkið sem við áttum, eftir að hafa málað gólflistana, og rúlluðum hurðarnar og innréttinguna með svamprúllu með skipalakkinu.


Eins og sést á myndunum var baðinnréttingin svona skemmtilega minntugræn og ferskjubleik, ekki alveg mínir litir. En voru víst það flottasta sem sést hafði í bænum segir Helga vinkona þar sem Stebbi bróðir hennar átti þetta hús á undan þeim sem við keyptum af og hann ber ábyrgð á þessari SMART innréttingu. 


Ég lakkaði 3 umferðir og mamma og Númi bróðir hjálpuðu mér í fyrstu og síðustu umferð. Elmar lakkaði svo hurðarnar 2 sinnum uppi í bili sem við fengum lánað á sama tíma og hann lakkaði gólflistana. 


Eins og sérst er EKKI KOMIÐ LJÓS en ég sá eitt flott á 2.000 í húsasmiðjunni ég versla það um helgina og plata tengdapabba til að hjálpa mér að setja það upp. 


 Þessi breyting kostaði því bara nokkra þúsund kalla, alla smáhluti átti ég og blúndan er gardínu vængur sem ég var með í hjónaherberginu í Noregi og kækti ég bara vænginn á hánkana fyrir framan sturtuhengið.


Sem betur fer voru flísarnar hvítar sem og bað, vaskur og klósett. Svo um leið og liturinn af innréttingunni var farinn var allt orðið hvitt og flott eins og við hafa það. 


Jæja ég læt þetta duga í bili. Þessa dagana er bara verið að raða fötum í skápa og reyndar bókum í bókahilluna í sjónvarpsholinu. Ég komst að því að ég ætti mjög fáar flottar bækur sem væri fallegt að raða í hillu. Dóra systir mömmu ætlar að gefa mér 4 kassa af bókum sem hún á í kössum, svo þetta stendur allt til bóta. Einnig stendur yfir hugmyndavinna með herbergin hjá stelpunum. Þau eru voða lítil og verður vandi að leysa það flott....svo allt komist fyrir.  Ég birti myndir um leið og eitthvað er orðið tilbúið.

Kveðja 
Húsfrúin í Eikarlundinum





søndag 9. juni 2013

Átti alltaf eftir að setja inn myndir af breytingunum sem við gerðum 2006-2008 af baðinu og eldhúsinu!!

Þegar við keyptum íbúðina okkar hér í Tjarnarlundinum var upprunalegt bað og eldhús... Við tókum íbúðina algjörlega í gegn, gólf, loft, rafmagn, allar innréttingar, tókum niður veggbút, færðum hurðargat og gerðum vegg í forstofuna. Þegar ég segi VIÐ þá meina ég aðallega Elmar en ég var samt dugleg að pússa og mála .....


Við settum þennan vegg (sem sést á myndunum) í forstofuna, við ákváðum að hafa efri hlutann úr gleri til að fá birtu inn í forstofuna. Þetta gerir íbúðina bjarta og opna ......

 
Við settum  innréttingu frá KVIK, háglans hvít innrétting nema einn skápur svartur. Flísarnar eru svo hvítar með gráum glans.

 
Hér tókum við hluta af veggnum til að stækka borðkrókin. Nú getum við komið fyrir borðstofuborði í staðin fyrir litið eldhúsborð. Við fengum gamla borðstofuborðið og stólana sem foreldrar mínir áttu. Á veggnum er fyrsta málverkið sem ég gerði í myndlistaskóla Arnars Inga.



Hér koma svo ein mynd af forstofunni og tvær myndir af eldhúsinu eins og það var þegar við keyptum íbúðina.





                                                         Smart eða hvað?

 
Hér sérst hvernig hurðaropið var inn í þvottahús áður en við breyttum því
 
 
 
Svo er það baðið.....
 
 
Það var skemmtilega spennandi fyrir breytingar....

 
Herbergið hennar Sigynar í dag.
 
 
Herbergið var notað sem hjónaherbergi hjá fyrri eigendum

 
 
 
 
Svo stefni ég að því að vera duglegri að setja inn á síðuna þegar við verðum komin í stærra hús sem er allt í vinnslu og vonandi með aðstöðu í bílskúrnum til að brasa og búa til hluti.
Og vonandi tíma og aðstöðu til að mála myndir aftur .....
 
 
Þangað til næst EGK