fredag 25. mars 2011

Borðstofan/Spiseplassen

Þegar við fluttum hingað var borðstofusett og hornskápur í eldhúsinu sem við máttum nota og fengum leyfi til að mála. Við máluðum allt hvítt og svo bólstraði ég stólana með svörtu vaxefni. Ég leitaði lengi að skáp til að hafa þarna með og fór margar ferðir í antikbúðina en fannst skáparnir svo dýrir að ég tímdi ekki að kaupa mér skáp. Svo í einni af ófáu ferðum mínum í gjenbrukt butikken sem selur notuð húsgögn sá ég skáp ódýran og flottan. Auðvitað var hann þá frátekin, ég stóð þarna í smá stund og var að svekkja mig á að hafa ekki komið aðeins fyrr í búðina þegar maður labbar framhjá mér tekur frátekið miðan af skápnum og segist vera hættur við. Þetta var nú bara ment to be svo ég keypti skápinn um leið. Síðan þá hef ég keypt ýmsa fallega smáhluti bæði í gjenbrukt butikken og annarstaðar auk þess sem ég fann smá í garðinum og svona.
                                                            Loksins er borðstofan klár!!!


Svona fór ég að ....

Þarna sérst hornskápurinn og borðstofusettið

Betri mynd af borðinu og stólunum en Elmar málaði þá svo fyrir mig þar sem ég var ólétt og kanski ekki skynsamlegt að vera að brasa of mikið með olíumálingu þá!

Neðri hlutinn af skápnum

Efri hlutinn af skápnum búið að taka hurðarnar af og tilbúin í sprautun. En Elmar skrautaði skápinn með nýju sprautugræjunni sinni.

Skápurinn var pússaður, svo var ein umferð með olíugrunni og svo þrjár umferðir með olíumálingu með 40% glans. Ég ætla svo að bora göt í lyklagötin og setja hnúða en þeir sem ég vill helst fá voru búnir í búðinni svo nú er það bara að bíða og skella inn mynd seinna af skápnum þegar hnúðarnir verða komnir

Græni skápurinn orðin hvítur og nýr hnúður úr gleri. Dallarnir í hillunni voru hér í bílskúrnum voru koparlitaðir en ég speyjaði þá með ´hvítu spreyji
Efsta hillan, kjertastjakar úr gjenbrukt butikken og kostuðu 5 og sumir 10 kr.rugguhesturinn og húsið úr Bohus stafurinn er svo frá Skeidar

Miðhillan, karfa með kjertum

Neðsta hillan meiri kjerti...

Kökuboð kjertastjakinn er úr notuðu búðinni og kostaði 70 kr, alveg gjeggjaður, glasamottuna bjó Elmar til

Þessi skál var hérna út í garði, fyllti hana af könglum úr garðinum

Marsipan, súkkulaði og jarðaber klikkar ekki!

Þarna eru glasamotturnar sem Elmar bjó til með því að saga niður trékubb

Þá er næst á dagskrá að bjóða í matarboð !!!!



8 kommentarer:

  1. Eyrún ertu að fíbblast.....OMG hvað þetta er flott.....Díses kræst sko....Nenniru ekki bara að koma og taka íbúðina okkar í gegn á meðan við verðum út á kanarý heheeheh :D Við getum svo alltaf borðað einhvað ef þu vilt að það borði einhver við borðið ykkar hehehe :D knús :D

    SvarSlett
  2. Geggjað hjá þér Eyrún!

    SvarSlett
  3. Vá hvað ég er ánægð með þig, þetta er magnað.... Glæsilegt hjá þér..
    Kveðja Kristjana

    SvarSlett
  4. Hallò!
    Èg heiti Anna Lisa og à heima ì Volda ekki langt frà thèr :)
    MIkid fìnt ì blogginu thìnu :) KÌktu endilega til min
    Kv Anna Lisa

    SvarSlett
  5. Takk fyrir kvedjuna :)
    Èg er ad fara til Førde i mai. Ætla ad kikja eftir thessari bùd sem thù nefndir :)
    Kv Anna Lisa

    SvarSlett
  6. Vá svo fallegt:*:*
    Lov
    Ebba

    SvarSlett
  7. Guðdómlega flott hjá þér þú ert natural talent, vá er orðlaus geggjað :)
    Hlakka til að fá þig til Akureyrar :)

    SvarSlett
  8. Howdy! Quick question that's totally off topic. Do you know how to make your site mobile friendly?
    My web site looks weird when viewing from my iphone 4. I'm trying to find a theme or plugin that might be able to resolve this issue.

    If you have any suggestions, please share. Thanks!

    my web blog; wordpress website from scratch

    SvarSlett