onsdag 9. mars 2011

"Sérstaka" sófasettið - Stoler og sofa

Þegar við fluttum til Noregs tókum við ekkert með okkur það sem þetta átti jú bara að vera eins árs ævintýri. Normenn eru mjög hjálpsamir og allir vildu gefa og lána okkur eitthvað til að hjálpa okkur að koma okkur fyrir í litla húsinu okkar í Kvalheim. Við tókum við öllu með glöðu geði og þegar við vorum spurð hort við vildum fá gefins sófasett þá þáðum við það alveg um leið án þess einu sinni að sjá það. En þegar settið mætti í hús varð ég orðlaus ég hélt að sófarnir sem við vorum með fyrir sem voru í húsinu hefðu verið slæmir!! Ég sagði ekki neitt vildi ekki vera ókurteis og þakkaði bara pent fyrir. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti ákvað ég að breyta sofunum sem ég vildi alls ekki hafa inni hjá mér í garðstóla. Ég reif úr pullurnar og setti veðraðar viðarplötur í staðinn sem voru í skemmunni fyrir utan húsið. Þetta kom bara vel út og hafa sófarnir algjörlega staðið fyrir sínu í grillpartýjum og á góðum sólardögum.




Ég á ekki mynd af öllu settinu þar sem mig langaði ekki beint að mynda það í bak og fyrir en hér er mynd af einum tvegggja sæta sófanum.

 þriggjasæta sófinn hefur fengið pláss í stofunni hann hefur sloppið við hvítu hendina enn sem komið er en það verður ekki lengi.......

Stólana tvo keypti ég í gjenbrukt butikken, ég hef haft augastað á þeim lengi en þeir voru svo dýrir enda eldgamlir og algjör antik. En í dag voru þeir á tilboði ef maður keypti þá báða saman, mér fannst bókstaflega eins og væri verið að gjefa mér þá svo ég hugsaði mig ekki tvisvar um. Áklæðið á þeim er illa farið svo þeir fá upplyftingu á næstunni. Stóra hvíta kjertastjakann og gefiblómið með kúlunni fann ég líka í þessari sömu búð á nokkrar krónur auk fleiri kjertastaka sem þarf aðeins að breyta og bæta .....

Ég passaði að taka ekki verðmiðann af en hann er límdur þarna á stólbakið svona til að sanna það fyrir Elmari að þetta hafi verið kjarakaup .... næstum því gefins.... tilboð skiluru....bara varð!!!!

4 kommentarer:

  1. Hlakka til að sjá stólana þegar þeir verða klárir, lofa góðu! Svo eru þeir eiginlega enn flottari fyrst þeir voru á tilboði :)

    SvarSlett
  2. Ekkert smá flott útsýni út um gluggann hjá ykkur, væri alveg til í að hafa það svona á Skáni. Flott síða og allt sem þú ert búin að gera.

    Kveðja frá Svíþjóð
    Gréta Jakobs

    SvarSlett
  3. Lenti líka í svona veseni þar sem ég varð bara að kaupa af því að þetta var hreinlega gefins...en það voru reyndar föt... já eða fylgihlutir... hver þarf ekki fleiri töskur og leðurhanska??!!!

    kv. Elsa B

    SvarSlett
  4. Snilld, ekki slæmt að fá þetta á tilboði!
    Kv Nanna Ýr

    SvarSlett