tirsdag 13. desember 2011

Ný mynd úr myndlistaskólanum




Ég byrjaði á þessari mynd fyrir tveim árum þegar ég bjó í Kvalheim í Noregi. Þá var þetta útsýnið út um gluggan hjá mér eyjan heitir Klovingen. Ég náði ekki að klára myndina þar sem ég hafði aldei málað sjó áður og sama hvað ég reyndi þá var ég aldrei sátt. Ég tók hana með mér í sumar þegar við fluttum heim og hafði hana með mér í Myndlistaskólann hjá Erni Inga þar sem ég er einu sinni í viku. Hann benti mér á það sem vantaði og kom með tillögu að ég myndi mála öldu til að gera myndina meira krefjandi og læra meira á henni.
Ég er ánaægð með niðurstöðuna gaman að eiga mynd sem er minning frá æðislegum tíma okkar í Noregi og einhver friður sem er yfir myndinni sem ég er ánægð með.

Kveðja Eyún Gígja (EYJA) 

1 kommentar:

  1. Mikið svakalega er þetta falleg mynd hjá þér! Væri gaman að sjá eh meira eftir þig, haltu áfram að mála! :)

    SvarSlett