tirsdag 13. desember 2011

Elska appelsínugulan!

Ég hef alltaf elskað appelsínugulan og hef svo smátt og smátt bætt við meiru inn á heimilið í þessum lit. Ég keypti málverk eftir Auði eftir að ég útskrifaðist úr Háskólanum fyrir gjafabréfin sem ég fékk þá og keypti mér svo appelsínugula kodda í sófan í stíl við myndina. Það nýjasta sem ég hef keypt er enn annar koddi fæ aldrei nóg af þeim. Sófinn er orðinn fullur af koddum svo þessi fær að sitja í græna stólnum mínum í stofunni. Þennan kodda keypti ég frá The Owl Factory og er hanaður og saumaður af Dagný- alveg gjeggjaður.



En það allra verðmætasta og fallegasta sem ég á í appelsínu gulu er gamli bollin sem amma Gígja gaf mér. Þegar amma var lítil var hún tekin í fóstur á næsta bæ Stórutjarnir til systkina sem bjuggu þar. Þá var henni gefinn þessi postulínsbolli með asískum myndum. Þessi bolli var algjört spari og mátti hún drekka úr honum tvisvar á ári jóladag og páksadag en ég kem aldrei til með að þora að drekka úr honum... enda orðin annþá meira spari með árunum.




Hérna sést í myndina, bollan og svo litlu bambana mína sem mér þykir líka voða vænt um en þá fékk ég frá Siggu Möttu systur afa míns. Hún átti mikið að glerstyttum sem voru raðaðar upp í gluggakistu hjá henni ég elskaði að leika með þær þegar ég var lítil. Svo þegar Sigga Matta og Diddi fluttu í minna hús og hún hafði ekki pláss fyrir þær gaf hún mér þær allar og voru bambarnir þar á meðal.


Kveðja Eyrún Gígja

2 kommentarer:

  1. mikið var að það komu færslur hingað inn, búin að bíða allt of lengi eftir þeim :)

    SvarSlett