Í nýja húsinu okkar var innbyggð bókahilla.... rosalega mikil hírlsa sem hýsir sjónvarpið, öll borðspilin, myndaalbúm, DVD, snúrudót og svo auðvitað helling af bókum. Ég áttaði mig ekki á því hvað ég ætti í raun lítið af bókum fyrr en við fluttum inn. Þegar allar þær bækur sem við áttum voru komar í hilluna var alveg vandræðalega mikið pláss eftir.
Þá voru góð ráð dýr og ég fór og fjárfersti í gömlum bókum á 100kr stykkið í Hernum, fékk bækur frá móðursystur minni sem voru úr dánarbúi Oddu tengdamömmu hennar . Einnig fékk ég gefis bækur í fjölsmiðjunni, en þar var víst of mikið til af bókum.
Ég er ekki með tölu á því hvað þetta eru margar bækur en þær komu náttúrulega úr sitt hvorri áttinni og voru í öllum stærðum og litum. Hillan varð því frekar litrík og óregluleg...
Svo voru margir titlarnir frekar skondir eins og Ást í leynum eða Auðug og ófrjáls.... enda mikið um dramatískar ástarsögur þarna á ferðinni.
Hún Dóra móðursystir og Arney frænka mín voru svo einhverntímann að tala um flotta hugmynd á Icelandair hótelinu þar sem allar bækurnar snúa öfugt með blaðsíðurnar út...
Mér fannst þetta hljóma brillant og ákvað að prófa..auðvitað er þetta eins ópraktíst og það gerist og Elmar ekki sáttur við mig þegar hann ætlaði aldrei að finna matreiðslubókina,,,,, en alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt!!
Hér kemur hillan, draumurinn er að mála hana hvíta og skipta um hurðar og setja hvítar fulningahurðar einn daginn og nýja hnúða .... en það verður seinna. Næst á dagskrá er að festa sjónvarpið inn í skápinn þá passar það betur en það er reyndar smá bras og Elmar fær því að glíma við þann hausverk.....
Það var of einhæft að hafa bara bækur svo ég bætti við nokkrum uppáhalds hlutum inn á milli.
Fínt að fá pláss fyrir gömul listaverk sem ég var orðin leið á að láta hanga upp á vegg en vildi samt hafa uppi einhverstaðar.
Biblían og nýja textamentið eru nær einu bækurnar sem ég fékk mig ekki til að snúa öfugt
Gamall Silfurketill og kar frá Stóru sem þarf svo að fara að fægja
endalausar bækur
Listaverk frá Pálu og gamla flotta uppstoppaða skjaldbakan mín sem pabbi keyti handa mér í NY
Hesturinn minn úr Norge, kanína úr Tiger, listaverk eftir Auði og bambar sem ég fékk frá Siggu Möttu systur afa fyrir fjölda mörgum árum
Minjagripir frá frakklandsferðini hans Elmars
Pottur frá Norge
Annar pottur frá Norge og svo bjó ég til munstur í ramma með upphagsstöfunum okkar Elmars, ekki flókið það!
Listaverk eftir Ronju og annar bambi frá Siggu Möttu
Rúnir sem ég prenntaði út og skellti í ramma ... alltaf heillast svo af rúnum
Gömul mynd sem keypt var hjá Mörtu í Valrós á sínum tíma, henni fylgja góðar minningar
Önnur mynd úr Valrós og svo nöfnin hjá skottunum mínum í ramma: RonjAlíSigyn
Upprisa önnur mynd eftir Auði og flottu fílarnir sem Sigga Matta gaf mér
Uglu kerti úr blómabúðinni, gamall kertjastjaki sem ég keytpi á markaði í Norge og svo fuglahúsið sem við tókum með okkur úr garðinum okkar í Norge
Kommóðan frá ömmu fékk fínan stað í stjónvarpsholinu. Klukkan er úr Rúmfó, myndirnar, bakkinn og kertastjakarnir eru frá Stórutjörnum. Lampann keyptur á loppumarkaði í Norge og skermurinn er úr Sirku.
Jæja þá læt ég þetta duga í bili.
Næstu vikur munu einkennast af ritgerðarskrifum þar sem stefnt er að útskrift í vor. Annars eru stelpnaherbergin svo gott sem tilbúin og myndaveggirnir á ganginum líka. Það verða myndefnin þegar ég gef mér aftur tíma til að blogga
Þangað til næst
Eyrún Gígja